Kaffi kaffibolli — 2023

Kaffi málað á handgerðan 320 gr pappír

25x25

Hugmyndin að þessum verkum er tvíþætt. Annars vegar komin til vegna þess að klára aldrei kaffið sem hellt er upp á. Hins vegar, að finna leið til þess að sitja með dætrum mínum í nútvitund og búa til, hvað sem það er. Með því að nýta kaffið, frekar en að hella því niður og búa til það sem er svo lítill en að sama skapi, svo stór hluti af daglegu lífi, menningu og nú listinni — kaffibolla. Úr því varð til ‘Kaffi kaffibolli’. Verkin eru unnin úr afgangs uppáhelltu kaffi og handgerðum pappír og ávallt í samveru.

Hildur Erla er ljósmyndari sem hefur myndað fjöldan allan af brúðkaupum og fjölskyldum hér á landi. Hún lærði við Ljósmyndaskólann árið 2014 og hefur síðan þá farið sínar eigin leiðir í ljósmyndun og alla tíð einungis unnið með náttúrulega birtu.

Verkin eru til sölu — hildurerla@hildurerla.com